Litla hryllingsbúðin enn lokuð vegna veikinda!
Í gær tók Leikfélag Sauðárkróks stöðuna varðandi sýningarhald á Litlu hryllingsbúðinni en eins og áður var greint frá í Feyki varð að fresta frumsýningu sl. sunnudag vegna veikinda í leikhópnum. Því miður reyndist staðan þannig að fyrirhugðum sýningum á miðvikudag og föstudag hefur nú verið frestað um óákveðin tíma.
„Við munum taka stöðuna aftur um helgina og hvetjum fólk til að fylgjast með! Miðahafar sem keypt hafa í gegnum tix.is munu fá tölvupóst með upplýsingum um sína miða,“ segir í skilaboðum frá LS og þar kemur einnig fram að á meðan óvissa er um framhaldið verður lokað fyrir miðasöluna á tix.is.
„Okkur þykir þetta virkilega leitt en það er því miður ekkert við þessu að gera nema að halda í vonina að geta sýnt ykkur sem allra fyrst!“ segir að endingu.
Uppfært kl. 18:00: Nánar má lesa um ástandið á leikhópnum í þessari ágætu frétt á RÚV >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.