Kornuppskeran líklega ónýt eftir næturfrost í Vallhólmi

Myndin af bílnum með hélaðar rúðurnar. MYND: GR
Myndin af bílnum með hélaðar rúðurnar. MYND: GR

Aðfaranótt miðvikudags mældist frost í Vallhólmi í Skagafirði og í frétt á mbl.is var haft eftir Bessa Vésteinssyni, bónda í Hofsstaðaseli sem hefur umsjón með kornökrunum á svæðinu, að uppskeran sé líklegast ónýt og því fylgi mikið fjárhagslegt tjón.

Í frétt mbl er einnig vitnað í Gunn­ar Rögn­valds­son, for­stöðumann fræðslu­seturs þjóðkirkj­unn­ar á Löngu­mýri, en hann skellti á miðvikudag í Facebook-færslu þar sem hann hafði myndað bíl á hlaðinu á Löngumýri og rúðurnar voru hélaðar eftir næturfrostið. Hann segir að frost um síðsum­ar sé ekki nýtt af nál­inni í Vall­hólmi. Það sé mjög staðbund­inn vandi, enda mikið lág­lendi á svæðinu, sem er aðeins um 11 metra yfir sjáv­ar­máli. „Þetta er samt viðkvæm­ur tími, þar sem kornið er byrjað að safna í fræið,“ seg­ir Gunn­ar í samtali við mbl.

Kornið sem Bessi rækt­ar í Vallhólmi er notað sem fóður fyr­ir nauteldi. „Við erum með um 50 hekt­ara í korn­rækt og það verður vænt­an­lega ekki að korni,“ seg­ir Bessi. Vill hann meina að kornþrosk­inn sé lík­leg­ast hætt­ur á akr­in­um. „Þetta er áhætt­an sem fylg­ir því að rækta á svona miklu lág­lendi.“

Sjá nánar á mbl.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir