Jón sækir okkur heim!
Forsetjaframbjóðandinn Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og einn alvinsælasti listamaður landsins, er á faraldsfæti líkt og flestir ef ekki allir frambjóðendurnir. Hann ætlar að sækja Norðurland vestra heim laugardaginn í hvítasunnu, 18. maí, og verður fyrst á Hótel Blönduósi kl. 11 og býður síðan öllum áhugasömum í spjall í Sauðárkróksbakarí kl. 14.
Landsmenn virðast hafa talsverðan áhuga á kosningunum þó ekki hafi þeir kannski áhuga á öllum frambjóðendum og séu jafnvel duglegri að benda á ókosti þeirra sem þeir ætla ekki að kjósa en kosti þeirra sem þeir gætu hugsað sér að kjósa.
Á vef RÚV er nú hægt að taka kosningapróf, það sama og var lagt fyrir frambjóðendur, og því gefst almenningi kostur á að bera afstöðu sína til fullyrðinga um forsetaembættið saman við afstöðu frambjóðenda í aðdraganda forsetakosninga 2024. Það gæti mögulega hjálpað fólki að komast að niðurstöðu varðandi val á forsetaefni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.