Guðrún Ösp ráðin forstöðumaður Iðju-hæfingar
Guðrún Ösp Hallsdóttir, þroskaþjálfi, hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Iðju-hæfingar en frá því er greint á vef Skagafjarðar.
Iðja-Hæfing þjónustar við fatlað fólk á Sauðárkróki og tekur Guðrún við starfinu af Jónínu S. Gunnarsdóttur, iðjuþjálfa, sem lét nýlega af störfum.
,,Forstöðumaður starfar á fjölskyldusviði og kemur að skipulagi og samþættingu þjónustu við fatlað fólk á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra. Guðrún Ösp hefur áralanga reynslu og þekkingu á störfum við fatlað fólk á heimilum sínum og í Iðju – hæfingu bæði í Skagafirði og í Reykjavík," segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
,,Um leið og við þökkum Jónínu G. Gunnarsdóttur fyrir hennar góðu störf til margra ára bjóðum við Guðrúnu Ösp Hallsdóttur hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í sínum störfum."
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.