Uppselt á tónleikana
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.04.2025
kl. 17.55
Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Á tónleikunum koma fram Karlakórinn Heimir, Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls, bræðurnir frá Álftagerði þeir Óskar, Pétur og Gísli ásamt Agnari, Jóel, Ísaki og Atla Gunnari undir stjórn Valmar Väljaots og harmonikkutríó sem skipað er þeim Jóni Þorsteini Reynissyni, Ísaki Agnarssyni og Guðmundi Smára Guðmundssyni.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi aðstandendur Stefáns til þess að heiðra minningu hans, en hann hafði mikil áhrif á tónlistar og menningarlíf Skagafjarðar, bæði sem organisti og kórstjóri en einnig sem tónlistarkennari og hljómsveitarmeðlimur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.