Gítarspil og sögur í boði Bjössa Thor

Bjössi Thor. MYND AF NETINU
Bjössi Thor. MYND AF NETINU

Eitt helsta gítarséní landsins, Bjössi Thor einsog hann er venjulega kallaður, heldur tónleika á Hólum í Hjaltadal íkvöld, 13 júlí, og hefjast þeir kl 20.00. Í kynningu á viðburðinum segir að Bjössi muni fara yfir gítarsöguna og spila mörg af sínum uppáhalds lögum.

Það verða líka sagðar sögur sem vart þola dagsins ljós og verður ekkert dregið undan. Bjössi hefur verið að hasla sér völl í hinum stóra gítarheimi á síðustu árum og leikið með mörgum af þekktustu gítarleikum heims. Það verður engin svikinn af tónleikum með Birni Thoroddsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir