FNV veitt Byggðagleraugun 2023

Þorkell V. Þorsteinsson Aðstoðarskólameistari FNV og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV. MYND AF VEF SSNV
Þorkell V. Þorsteinsson Aðstoðarskólameistari FNV og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV. MYND AF VEF SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, veittu á dögunum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhenti Þorkeli V. Þorsteinssyni, aðstoðarskólameistara FNV, viðurkenninguna á 31. ársþingi SSNV þann 14. apríl síðastliðinn.

Í frétt á vef SSNV segir að Byggðagleraugun séu viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um metnaðarfullt skólastarf á landsvísu. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er í stöðugri þróun í sínu framsækna og faglega skólastarfi.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á staðnám á Sauðárkróki, dreifnám á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum. Skólinn býður einnig uppá helgarnám í iðngreinum fyrir 23 ára og eldri og hefur hlotið mikið lof fyrir,“ segir í fréttinni.

Heimild: SSNV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir