Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í kvöld
Brunavarnir Skagafjarðar greindu frá því nú í kvöld að eldur hafi komið upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki.
Upptök eldsins eru rakin til þurrkara í einni íbúð hússins sem staðsettur var inni á baðherbergi. Áður en slökkvilið kom á vettvang hafði íbúi reynt að slökkva eldinn með handslökkvitæki, en án árangurs.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem hafði breiðst út í baðherberginu, en reykræsta þurfti íbúðina og stigagang hússins.
Brunavarnir Skagafjarðar greina einnig frá því að eldur hafi komið upp í iðnaðarhúsi á Sauðárkróki í síðustu viku og að óvenju mikill fjöldi verkefna hafi verið hjá slökkviliðinu það sem af er ári, bæði í sjúkraflutningum og slökkviliðstengdum verkefnum.
,,Einnig má bæta við að eldur kom upp í iðnaðarhúsi á Sauðárkróki í síðustu viku þar sem rekja má upptök eldsins til bilunar í gömlu loftljósi með þeim afleiðingum að það náði að kveikja eld í plasttunnum sem voru neðan við ljósið. Snarræði starfsmanns í húsinu sem uppgvötaði eldinn og náði að slökkva hann kom í veg fyrir stjórtjón á húsinu. Slökkviliðið reykræsti svo húsið.''
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.