Eldur í Húnaþingi hefst í dag
Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin núna nú næstu daga, 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Setning hátíðarinnar verður í dag, miðvikudaginn 26. júlí við Félagsheimilið á Hvammstanga. Einnig frumsýnir Sumarleikhús æskunnar Makbeð eftir Shakespeare í dag, boðið verður upp á Vinyasa flæði jóga í félagsheimilinu og verður fyrsta degi eldsins loks slúttað með músíkbingói.
„Tilgangur hátíðarinnar í dag er aðallega að viðhalda frábærri hefð sem skapast hefur síðustu tvo áratugi, hrista saman íbúana, bjóða upp á fjölbreytta skemmtun, afþreyingu og námskeið fyrir unga sem aldna,“ segir Þórunn Ýr Elíasdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.