Bráðum verður hægt að hlaupa rathlaup í Húnabyggð

MYND RATHLAUPAFÉLAGIÐ HEKLA
MYND RATHLAUPAFÉLAGIÐ HEKLA

Um þessar mundir er verið að gera rathlaupakort í Húnabyggð og af því tilefni er boðið á námskeið í rathlaupum sunnudaginn 19. maí nk. kl.14-18. 

Því næst er að segja frá ykkur aðeins frá því hvað rathlaup er, rathlaup er hlaupaíþrótt sem stunduð er á opnum svæðum bæði innan borgarmarka og utan. Íþróttin er þannig lík víðavangshlaupi. Þátttakendur fá kort (oftast sérstakt rathlaupskort) af hlaupasvæðinu og eiga með aðstoð þess að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Hver og einn hleypur eða gengur á sínum hraða svo þetta er tilvalin íþrótt fyrir alla aldurshópa.

Kennt verður að lesa rathlaupakort, kortatákn kynnt, rötunaræfingar, sett verður upp svokallað völundarhús og stutt hlaupa/göngubraut í nágrenni skólans. Einnig verður sett upp lengri braut sem nær allt að 5 km í loftlínu frá skólanum Allir velkomnir á námskeið sem styrkt er af Lýðheilsusjóði og samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Þátttakendur vinsamlega skrái sig hér: https://forms.office.com/e/PCePKD6t30

Leiðbeinendurnir Gísli Örn Bragason og Ólafur Páll Jónsson koma frá rathlaupafélaginu Heklu í Reykjavík.  

Nánar má lesa um rathlaup hér: https://rathlaup.is/ og á FB síðu félagsins https://www.facebook.com/rathlaup

17. ágúst verður æfingarathlaup í Vatnsdalshólunum svo það er góð hugmynd að kíkja á námskeið og kynna sér þessa íþrótt. Hentar vel fyrir alla aldurshópa og getustig því allir fara á sínum hraða. Gott til að sameina kynslóðirnar í útiveru með tilgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir