Bölverk súrbjór valinn besti bjórinn á Bjórhátíðinni á Hólum

Liðið frá Ölverk með verðlaun fyrir besta bjórinn. Mynd: Bjórsetur Íslands
Liðið frá Ölverk með verðlaun fyrir besta bjórinn. Mynd: Bjórsetur Íslands

Bjórhátíðin á Hólum var haldin í ellefta sinn sl. laugardag, 1. júlí. Að venju mættu helstu bjórframleiðendur landsins heim að Hólum og kynntu fjölbreytt úrval gæðabjóra.

Veðurblíðan var með eindæmum til fyrirmyndar og mætingin á hátíðina afar góð. Auk þess að bragða fjölbreytta bjóra var hægt að gæða sér á gómsætum mat með argentísku, skagfirsku og indversku ívafi, sannarlega veisla fyrir sælkera.

Kosið var um bestu bjórana og vinsælasta básinn, og fóru leikar þannig:

  1. Ölverk með bjórinn Bölverk súrbjór Ölverk/Böl kollab. mjólkurhristings súrbjór sem inniheldur ástríðualdin, ananas og mangó.
  2. 6a Kraftöl með Mt. Súlur, rafgullið öl, Jarðbundin karamella, blóðberg og akasía.
  3. Litla Brugghúsið með The Bridge beer, Lager, Þægilegur léttur og bjartur. Ögn bitur og létt humlaður.

Galdur á Hólmavík var síðan valinn flottasti básinn.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir