Blankiflúr gefur út lagið For You í samstarfi við Jerald Copp
Nýjasta lag Blankiflúr, For You, kom út í gær, föstudaginn 21. apríl. Lagið er samstarfsverkefni Blankiflúr og tónlistarmannsins/pródúsentsins Jerald Copp en þetta er annað lagið sem þau gefa út af væntanlegri EP plötu sem kemur út 25. maí næstkomandi.
„Lagið er með skírskotun í RNB tónlist en eftir því sem leið á vinnslu lagsins færðist það út í að verða eins konar draumkennt trip hop blandað nostalgískum strengjum. Textinn leiðir hlustandann í þemað um óendurgoldnu ástina og að geta ekki mætt hvort öðru á dýpri stað,“ segir í fréttatilkynningu frá Blankiflúr.
Lagið er samið af Króksaranum Ingu Birnu Friðjónsdóttur (Blankiflúr) og Stefáni Erni Gunnlaugssyni (Jerald Copp) en Stefán sá að mestu um útsetningu, upptökur og hljóðblöndun en lagið er masterað af Friðfinni Oculus.
Hægt er að hlýða á For You á Spotify og eflaust víðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.