Ályktun Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar um stöðvun strandveiða 2023

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun matvæla­ráð­herra um stöðvun strandveiða 11. júlí sl. Með því voru meira en 700 sjómenn sviptir tekjum og rekstargrundvelli kippt undan útgerðum strandveiðibáta og fjölda annarra fyrirtækja um allt land.

Einnig raskaði það starfsemi fiskmarkaða verulega sem og útflutningi á ferskum fiski. Síðast en ekki síst var besti veiðitími sumarins tekinn af strandveiðisjómönnum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð .

Samkvæmt ákvæði laga um stjórn fiskveiða er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Við það á að standa, annað er í reynd brot á lögum.

 

F.h. stjórnar Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar
Magnús Jónsson formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir