Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingurinn Hallgrímur og sonur hans. Aðsend mynd.
Matgæðingurinn Hallgrímur og sonur hans. Aðsend mynd.

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.

FORRÉTTUR
Rauðrófusúpa
fyrir 4-6

1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk. engifer
2 rauðrófur
1 stór kartafla, smátt skorin
1 l vatn
smá hunang, eftir smekk
salt og svartur pipar

Aðferð:
Steikið lauk, hvítlauk og engifer í 4-5 mínútur. Bætið öðru hráefni við og sjóðið í 20-30 mínútur. Maukið allt með sprota og súpan er næstum klár.

Jógúrtsósa:

1 dós hrein jógúrt
1 tsk. engifer
4 mintulauf

Aðferð:
Mixið allt saman. Súpan sett í skál og jógúrt sósan út á. Skreytið t.d. með því að fara með matskeið í jógúrtina hring eftir hring.

AÐALRÉTTUR
Lambaskankar
fyrir 4 (passar að ætla einn skanka á mann)

4 lambaskankar
2 greinar rósmarín
3 bollar vatn
2 bollar rauðvín
3 msk. hunang
1 msk. kanill
salt eftir smekk
pipar eftir smekk
1 laukur
3 gulrætur
2 stilkar sellerí
4 epli

Aðferð:
Allt sett saman í pott inn í ofn í 1½ klst., fyrst við 180°C í 1 klst., hækkið þá hitann í 200°. Takið lokið af pottinum síðustu 30 mínúturnar.

Sósa:
Notið soðið af skönkunum en bætið við smá rauðvíni og rjóma ásamt salti og pipar.
Berið fram með steiktum sætum kartöflum, lauk og gulrótum.
Ég mæli með að drekka jólabjór eða rauðvín með matnum.

EFTIRRÉTTUR

Nú ættu að vera komnar piparkökur inn á flest heimili [þátturinn birtist upphaflega í desembermánuði] svo njóttum þeirra með heitum súkkulaðidrykk fyrir börnin og bætum staupi af brandy með fyrir fullorðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir