Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur
Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
„Súpan sem við ákváðum að gefa uppskrift af er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum og er meinholl og mjög einföld og bragðgóð,“ segja matgæðingar vikunnar.
Mexíkó súpa
1 dl vatn
400 g kjúklingur (má sleppa og nota tvær sætar kartöflur í staðinn)
1 rauð paprika
1/2 rautt chilli
1 laukur ( má nota líka blaðlauk og hvítlauk eftir smekk)
2 tsk paprikuduft ( vænar)
1 sæt kartafla
6 þroskaðir tómatar
3 msk tómatmauk
1 lítri vatn
1 tsk salt
2 msk grænmetiskraftur (ég nota bara þann kraft sem er til og smakka til að vita hvort sé nóg af krafti)
2 dl salsasósa
100 g rjómaostur eða rjómi
Aðferð: Setjið grænmetið í pott og steikið í smá stund. Setjið tómatmauk, 1 lítra af vatni, salt og grænmetiskraft og látið sjóða í 20 mínútur. Látið kólna örlítið. (Ég mauka alltaf súpuna með töfrasprota til þess að þeir sem eru viðkvæmir fyrir stórum bitum þurfi ekki að hafa áhyggjur.)
Bætið við salsasósu og rjóma eða rjómaosti og látið hitna aðeins.
Borið fram með góðu brauði eða nachos.
„Okkur finnst voða gaman að geta búið til eitthvað spennandi en hollt til að borða í eftirmat og þessi súkkulaði búðingur hittir alltaf í mark og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni,“ segja matgæðingarnir ennfremur.
Sykurlaus súkkulaðibúðingur
½ dl mjólk (má nota aðra mjólk t.d. kókosmjólk, hrísmjólk eða hvað sem maður vill)
5 msk sykurlaust kakó
3 dr stevía
100 g soðnar döðlur
1 tsk vanilluduft ( má nota dropa)
1 banani
2 dl rjómi
Aðferð: Látið suðuna koma upp á döðlunum, kælið smá og maukið (ég nota töfrasprota til þess). Maukið bananann, blandið öllu saman nema rjómanum og hrærið vel. Þeytið rjómann og blandið svo varlega en vel saman. Berið fram með þeyttum rjóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.