Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream
Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Aðalréttur
Kjúklingaréttur með Ritzkexi
4 kjúklingabringur
200 g spínat
1 krukka fetaostur
½ krukka mango chutney
slatti af Ritzkexi
Aðferð:
Afhýðið sætu kartöflurnar og sneiðið þær niður í litla bita, leggið þær í eldfast mót og inn í 190°C heitan ofn í um 20-30 mínútur (gott að setja smá matarolíu í mótið). Skerið kjúklingabringurnar í bita (munnbita), saltið og piprið og steikið í olíu á pönnu þar til kjúllinn verður léttbrúnn og kjötið búið að loka sér. Lækkið hitann undir pönnunni og bætið mango chutney saman við og veltið kjúklingabitunum í mango chutneyinu.
Takið eldfasta mótið út úr ofninum, setjið spínat ofan á sætu kartöflurnar, þar næst fetaostinn ásamt olíu af fetaostinum, kjúklingurinn fer þar næst ofan á og síðan er Ritzkexið mulið ofan á allt saman. Eldið í ofni í 25-30 mín. eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Eftirréttur
Nicecream
frosnir bananar
hnetusmjör
kakó (nauðsynlegt að nota gott kakó, eins og t.d. Siríus Konsúm kakó)
Aðferð:
Þessu er öllu skellt í mixerinn og smakkað til eftir smekk. Einfalt og sjúklega gott.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.