Fiskréttir úr smiðju Auðar í Rafsjá

Hjónin Auður og Frímann í Rafsjá buðu á sínum tíma upp á gómsæta fiskrétti á síðum Feykis. Við endurbirtum hér uppskrift þeirra.

Forréttur

Reyktur lax með rauðlauk

(fyrir 4)

  • 300 g reyktur lax
  • 3 tómatar
  • ca. 1 dl svartar ólífur
  • 1 lítill rauðlaukur, fínt saxaður
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk sítrónusafi
  • Smá basilíkum, ferskt eða þurrkað

Aðferð:

Skerið laxinn, tómatana og ólífurnar í smáa bita.

Blandið saman laxi, tómötum, ólífum og lauk.

Hrærið saman ólífuolíu, sítrónusafa og basilikum.

Hellið yfir laxinn, smakkið til með salti og pipar.

Kælið. Berið fram með salati og góðu brauði, ekki verra að fylgi gras af hvítvíni.

Aðalréttur

Saltfiskur með rúsínum og furuhnetum

  • 4 bitar útvatnaður saltfiskur
  • 2 saxaðir hvítlauksgeirar
  • 1-2 saxaðir tómatar
  • 20 g rúsínur sem lagðar hafa verið í bleyti í smá vatni
  • 20 g furuhnetur
  • Söxuð steinselja
  • Hveiti
  • Ólífuolía
  • 1/2 bolli hvítvín

Aðferð:

Fisknum er velt upp úr hveiti og hann steiktur á pönnu.

Tímat, rúsínum, furuhnetum og hvítlauk bætt út í ásamt hvítvíninu.

Soðið uns tímatarnir maukast eða í um það bil 2 mínútur.

Steinselju stráð yfir.

Berið fram með salati, soðnum kartöflum og hvítvíni.

Eftirréttur

T.L.C. (Tender, loving, care)

Skerið niður t.d. perur, epli, appelsínur, ananas, jarðaber og bláber.

Takið hálfa vanillustöng og skafið kornin innan úr henni í ca. 2 matskeiðar af sítrónusafa.

Sætið með ahornsýrópi.

Annað góður eftirréttur

Bláberja Crunch

  • 1 dós hrein jógúrt
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 250 g bláber
  • 125 g marengs eða makkarónur
  • 1-2 msk flórsykur

Jógúrt og sýrðum rjóma er hrært saman. Marengs eða makkarónur brotið smátt og sett út í hræruna ásamt bláberjum.

Sætt með flórsykri og sett í 4 glös.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir