Tónleikar í Hólaneskirkju í kvöld
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
14.04.2025
kl. 15.20
Sjaldan hefur jafn stór hópur framhaldsnemenda verið í flautusamspili Tónlistarskólans á Akureyri. Dagana 24.-29. apríl ætla sex nemendur þaðan og einn píanónemandi að fara til Frakklands í tónleika- og menningarferð. Kennararnir Petrea Óskarsdóttir (flauta) og Þórarinn Stefánsson (píanó) hafa undirbúið nemendurna fyrir tónleikana og verða fararstjórar. Hópurinn hélt tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. apríl sl. og á Skagaströnd í kvöld og hitar upp fyrir utanlandsferðina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.