Nemendur í Varmahlíð galdra fram útilistaverk
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Mannlíf
22.09.2023
kl. 09.07
Nú eru skólarnir komnir á full og alltaf eitthvað gaman í gangi. Margt áhugavert og skondið má finna á heimasíðum skólanna og á síðu Varmahlíðarskóla má lesa um að nemendur fengu það verkefni á dögunum að búa til listaverk úr því hráefni sem náttúran gefur af sér, t.d. með steinum, greinum, könglum, grasi og ýmsu fleiru.
„Mjög skemmtilegt verkefni og gaman að sjá hversu frjótt ímyndunarafl nemendur voru með í listaverkunum,“ segir á heimasíðunni. Hér fylgir með ein samsett mynd sem sýnir þrjú útilistaverkanna en ef smellt er hér má sjá enn fleiri myndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.