Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni
Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
„Markmið þingsins var að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að tjá skoðanir sínar og ræða málefni sem brennur á því, valdefla það og efla tengslanet“ segur á síðu SSNV. Tuttugu ungmenni á aldrinum 13-18 ára mættu á þingið og tóku þátt í vinnustofu. sem Sævar Helgi Bragason sá um en þemað á þinginu var umhverfismál og nýsköpun. Vinnustofunni var skipt upp í þrjá hluta þar sem þátttakendur kortlögðu helstu áskoranir í sínu sveitarfélagi, fundu lausnir við þeim og lögðu fram framtíðarsýn fyrir landshlutann.
„Þegar dregin eru saman aðalatriðin af þinginu þá er ljóst að ungmennin vilja búa í samfélagi þar sem á þau er hlustað og þau geta sagt skoðanir sínar, bæði núna og þegar þau verða eldri. Samgöngur skipta þau miklu máli, þau vilja efla innviði svo það sé auðveldara fyrir bæði þau og fullorðna fólkið að nota vistvænar samgöngur á milli staða. Þau höfðu orð á því að bílar væru notaðir of mikið til að keyra stuttar vegalengdir og þeir væru of oft skildir eftir í gangi með tilheyrandi útblæstri. Ungmenni úr minni sveitarfélögum nefndu einnig að oft þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu.Þau veltu eðlilega fyrir sér hvort ekki væri hægt að finna lausnir til að þjónusta þau í heimabyggð,“ segir í fréttinni en þar kemur einnig fram að ungmennin leggi áherslu á orkuskipti.
Nánar má lesa um málið á síðu SSNV. >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.