Þvílíkt kvöld, þvílík stemning – svipmyndir frá Drangey Music Festival

Gærkvöldið líður seint úr minni þeirra sem voru á tónlistarhátíðinni Drangey Music Festival á Reykjum á Reykjaströnd í einstakri veðurblíðu. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta og viðstaddir voru ekki sviknir af þeirri myndlistarsýningu sem himininn og hafflöturinn bauð upp á við undirleik tónlistarfólks.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var stemningin engu lík og mátti sjá gleðina skína úr hverju andliti.

Það er vart hægt að ímynda sér betur heppnað upphaf á tónlistarhátíð - Drangey Music Festival verður vonandi fastur liður í tónlistarlífi landsmanna um ókomna framtíð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir