Sjómannadagur á Hofsósi – Myndir
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
10.06.2015
kl. 16.06
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Hofsósi á sunnudaginn eins og víðar um land. Veður var með ágætum þó það kulaði dálítið í hægum vindi sem blés öðru hvoru. Eftir helgistund við minnisvarða um látna sjómenn var keppt í dorgveiði, koddaslag, kararóðri og stakkasundi.
Að keppni lokinni fjölmenntu gestir í stórglæsilegt kaffihlaðborð slysavarnakvenna í Höfðaborg. Þar voru afhent verðlaun fyrir keppnisgreinar dagsins og slysavarnarkonur afhentu björgunarsveitinni Gretti 200.000 krónur til kaupa á sigbúnaði.
Blaðamaður Feykis brá sér í Hofsós og smellti af meðfylgjandi myndum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.