Öruggur sigur hjá stelpunum

Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn á Tinstastólsvöll í dag, sunnudaginn 21. júlí og þrátt fyrir að það væri yfir 20 stiga hiti og sól, þá sáu gestirnir aldrei til sólar í leiknum.

Strax á fyrstu mínútum leiksins sýndu Tindastólsstúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og voru betri aðilinn í leikum. Á 7. mínútu vann Carolyn boltann á miðjum vellinum og átti stórglæsilegt skot rétt fyrr utan teig sem steinlá í markinu. 4 mínútum síðar fékk Tindastóll hornspyrnu frá vinstri og eftir klafs í teignum fer boltinn í stöng og út til hægri þar sem Rakel Hinriks vann boltann og átti góða sendingu fyrir á Guðnýju sem lagði boltann af öryggi í netið. Eftir þetta slökuðu Tindastólsstúlkur aðeins á og Víkingar náðu að færa lið sitt ofar á völlinn og uppskáru mark á 25. mínútu eftir stungusendingu sem framherji Víkinga, Halldóra Dögg renndi boltanum af öryggi framhjá Kristínu og minnkuðu muninn í 2-1. Tindastólsstúlkur létu þetta ekki slá sig út af laginu og tóku leikinn yfir aftur. Á 45. mínútu fær Tindastóll innkast, boltinn berst til Carolyn sem leikur í átt að teignum  og renndi boltanum glæsilega framhjá markmanni Víkings og í netið og fóru Tindastólsstúlkur með 3-1 forskot í leikhléið.

Þegar blásið var til síðari hálfleiks hafði lægt mikið, Tindastólsstúkur byrðjuðu seinni hálfleikinn af krafti og strax á 48. mínútu komst Leslie upp að endalínu og sendi boltann fyrir og kom Bryndís Rún á ferðinn og afgreiddi boltann af öryggi í netið með sinni fyrstu snertingu í leiknum en hún hafði komið inná í hálfleik. Tveimur mínútum síðar átt Leslie frábært langskot sem lá í netinu og staðan eftir 5 mínútur orðin 5-1. Bryndís Rún var mjög spræk eftir að hún kom inná og á 75. mínútu slapp hún í gegn lék á markmanninn en kappið var of mikið og hún þrumaði boltanum í þverslá og yfir fyrir framan opið markið, en hún bættir fyrir þetta á 80. mínútu þegar hún komst upp hægri kantinn og átti góða fyrirgjöf á Leslie sem skaut beint í markmanninn. Síðan á 85. mínútu átti Ólína frábæra sendingu á Bryndísi sem átti góðann kross á Leslie sem gerði engin misstök í þetta sinn og skoraði af öryggi. Síðasta markið kom svo á 90. mínútu þegar Bryndís vann aukaspyrnu á hægri kanti, Leslie tók spyrnuna og Snæbjört fylgdi vel á eftir og náði að pota boltanum í netið eftir mikið klafs í teignum og lauk leiknum með 7-1 sigri Tindastóls. Næsti leikur Tindastóls verður í Reykjavík mánudaginn 29. júlí, en þá mæta stelpurnar Fram.

/AVH

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir