Margrét Eir mögnuð á Jólavökunni

Margrét Eir söng lokalagið, Heims um ból, með nemendum sem fram komu á Jólavökunni. Myndir: KSE
Margrét Eir söng lokalagið, Heims um ból, með nemendum sem fram komu á Jólavökunni. Myndir: KSE

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi er fyrir íbúum skólasvæðisins og mörgum öðrum ómissandi hluti af aðventunni. Það var því fjölmenni sem kom saman á notalegri stund í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi og naut fjölbreyttrar dagskrár við kertaljós, kaffi og piparkökur.

Nemendur skólans skemmtu gestum með upplestri á ljóðum og sögum, söng og hljóðfæraleik og sýndu þar mikla hæfileika. Aðalgestur kvöldsins var söngkonan Margrét Eir sem flutti falleg jólalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir flutti hátíðarræðu og Jóhann Bjarnason skólastjóri ávarpaði gesti í samkomulok og flutti öllum sem fram komu þakkir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir