Margir mættu í Glaumbæ

Safnadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land sl. sunnudag og mörg söfn og setur opin almenningi endurgjaldslaust af því tilefni. Hjá Byggðasafni Skagfirðinga komu samtals 1046 gestir í heimsókn, 91 í Minjahúsið og 955 í Glaumbæ.

-Hollvinir safnsins og sjálfboðaliðar til margra ára unnu við ýmislegt handverk inni í bæ og félagar í danshópnum Fléttunni stigu létt spor á bæjarhlaðinu á Glaumbæ. Veðrið var dásamlegt, gat ekki verið betra, sagði Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri eftir ánægjuríkan dag.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir