Je T'aime í Bifröst

Föstudagskvöldið 26. júní fóru fram hinir ákaflega hressilegu VSOT tónleikar fyrir fullri Bifröst. Tónleikar þessir hafa verið nánast árlegur viðburður síðustu ár en standa og falla með því hvort gítarséníið Þórólfur Stefánsson skýst í sumarheimsókn upp á skerið frá Jönköping í Svíþjóð og slær upp tónleikum í félagi við góða vini og fleiri flinka.

Fyrstur á svið að þessu sinni var unglingurinn Hákon Magnús Hjaltalín og flutti Hey Joe eftirminnilega að hætti Jimmy Hendrix. Næst var Skottubandið með Árna Gunn og Ægi Ásbjörns í forsvari. Dætur þeirra fóstbræðra, Ása Svanhildur og Áróra, tróðu upp með þeim og feðgarnir Sigvaldi og Gunni Rögnvalds hjálpuðu til við Fákana. Þá kom Tríó Pilla Prakkó með einkar þéttan og skemmtilegan Megasar-tribjút þar sem Pilli Prakkó Friðriks flutti fróðlegar tölur um lögin áður en talið var í.

Dætur Satans, með Magga Helga og Þórólf í frontinum, fylgdu rokkaðar í kjölfarið og því næst Contalgen Funeral sem er ein al skemmtilegasta hljómsveit sem hægt er að berja augum og eyrum. Þá var stemningin og hitinn í húsinu að nálgast suðumark og Andra Má þótti rétt að rífa sig úr að ofan við góðar undirtektir.

Að lokum steig VSOT-sveitin sjálf á svið og flutti nokkrar skínandi perlur með hjálp söngvara á borð við Sillu Vordísi og Magga Helga. Kynþokkaþrunginn flutningur Guðbrandar Guðbrandssonar og Sigríðar Ingimarsdóttur á hinu franska Je T'aime Moi Non Plus vakti einstaka lukku og þá fóru Sigvaldi Gunnars og Ægir á kostum í hinu rómaða July Morning sem Uriah Heep fluttu í denn. Rögnvaldur Valbergs organisti sólaði laglega á lyklaborðinu.

Stjarna kvöldsins var að venju Þórólfur Stefánsson sem kann flestum betur á gítar og hann endaði kvöldið sem forsöngvari í einkennislagi VSOT (Villtir svanir og tófa) sem er Flosabragurinn Það er svo geggjað. Þá var skellt í hópsöng og hávaðinn slíkur að eyru og innihöld þeirra börðust um eins og nýlandaðar bleikjur í fjöruborði. Rokk og ról.

11053898_10153549230379474_8309306228445126991_o 11053230_10153549230399474_2505762513006839346_o 11539233_10153549230649474_717839138102695132_o 11163940_10153549230654474_1986849690167773652_o 10505053_10153549230779474_2957317908005577854_o 11334128_10153549230769474_4282911006784874430_o 11242785_10153549230774474_8438301449621313756_o 11217585_10153549230969474_5814208131454504387_o 11312899_10153549230964474_7470985528853947750_o 11112535_10153549231709474_8927497007417068397_o 10928876_10153549231809474_1970086913734673761_o 1492216_10153549232734474_2656297595849450520_o 1496491_10153549232784474_9175736825321265061_o 11537168_10153549233209474_9213783957557891360_o 11411696_10153549233204474_964699048340334111_o 11140777_10153549233199474_749496557292233042_o 10339499_10153549233324474_4890742165159985278_o 11063884_10153549233429474_1039015408339584363_o 1900360_10153549233614474_8985061815127596771_o 11022783_10153549233624474_7291495842612915689_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir