Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði
Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Gunnar segir að fulltrúar í það minnsta þriggja heimsálfa og enn fleiri landa á dreifðu aldursbili hafi látið hendur standa fram úr ermum við að skiptu út dúni fyrir hey eins og venja er í aðalgöngu. Örlítið var farið að unga út en einnig lítillega nýorpið.
„Undanfarnar vikur hefur bandarískur ljósmyndari, Jake Stout, dvalið á Hrauni og myndað framgang varpsins og fuglinn, jafnt á láði, legi og jafnvel undir vatnsborðinu. Þórunn grillaði fyrir okkur í hádeginu og á slíkum dýrðardegi var auðvitað borðað úti,“ segir í færslunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.