Geggjuð Húnavaka!

Froðurennibrautin er sígild. MYNDIR: KRISTÍN INGIBJÖRG LÁRUSDÓTTIR
Froðurennibrautin er sígild. MYNDIR: KRISTÍN INGIBJÖRG LÁRUSDÓTTIR

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var dagskrá Húnavöku þéttskipuð frá miðvikudegir og fram á sunnudag og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur viðburðastjórnanda þá tókst Húnavakan geggjað vel, þó hún hefði verið til í betra veður á laugardeginum en þá þurfti að færa einhverja viðburði undir þak.

Kristín segir veðrið hafa verið rosalega gott miðvikudag, fimmtudag og föstudag og að allir viðburðir Húnavöku hafi verið vel sóttir en sennilega hafi það verið Vilko-vöfflu-röltið sem sló í gegn. „Það voru örugglega bakaðar 2000 vöfflur á föstudaginn!“

Aðspurð hversu margir gestir hafi sótt Húnavöku segist hún reikna með að gestir hafi í heildina verið á bilinu 2-3000. Glæsilega að verki staðið Húnabyggð!

- - - - - 
Myndirnar eru fengnar af FB-síðu Kristínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir