Gæran fer af stað í góðri stemningu
Tónlistarhátíðin Gæran fór vel af stað í gærkvöldi en hún hófst með sólóistakvöldi í Mælifelli á Sauðárkróki. Góð stemning var í húsinu og tók salurinn vel undir með tónlistarfólkinu.
Það voru heimamennirnir góðkunnu Gillon, Gísli Þór Ólafsson, og Óskar Harðar sem stigu fyrstir á svið. Á eftir þeim kom Ameríkaninn James Wallace sem hefur verið að túra um landið með Teiti Magnússyni (einnig er þekktur fyrir að leika með hljómsveitinni Ojba Rasta) og tóku þeir einnig nokkur lög saman við góðar undirtektir.
Næst komu stöllurnar í Bergmál og sungu nokkur lög milli þess að kitla hláturtaugar áhorfenda. Loks endaði pönkarinn Hemúllinn kvöldið með pompi og prakt og óhætt að segja að stemningin hafi náð hámarki en hann er þekktur óviðjafnanlega sviðsframkomu.
Að neðan má sjá sýnishorn af stemningunni auk nokkurra mynda frá kvöldinu.
Gæran er þó rétt að byrja, í kvöld hefst dagskráin í húsnæði Loðsinns og kl. 20. Þá stíga Trukkarnir á svið, Dalí, Röskun, Páll Óskar, Axel Flóvent, DIMMA og Geirmundur Valtýsson.
https://youtu.be/WT6Dk2Wd26U
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.