Frá 50 ára afmælisfögnuði Skagfirðingasveitar - myndir

Þann 1. maí efndi Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki til afmælisfagnaðar í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun sveitarinnar. Um 200 manns lagði leið sína í Sveinsbúð til að halda upp á þennan merka áfanga og voru rifjaðar upp sögur af fræknum björgunarafrekum og ævintýralegum uppákomum.

Sögu sveitarinnar var gerð góð skil í máli og myndum en hápunktur athafnarinnar var án efa þegar stofnendur Skagfirðingasveitar voru heiðraðir. Þá var velunnurum sveitarinnar einnig þakkað fyrir veittan stuðning.

Í miðju afmælinu fékk sveitin hinsvegar útkall en aðstoða þurfti veika konu niður frá Gvendarskál við Hóla. Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni gekk björgunarstarfið vel og voru þeir komnir fljótt aftur til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir