Fjör á Bókasafninu á Hvammstanga á öskudaginn
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
12.02.2016
kl. 13.00
Að venju var líf og fjör á Bókasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga á öskudaginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, starfsmanns þar, flykktust börnin þangað til að syngja og þáðu sælgæti fyrir.
„Því miður gátum við ekki boðið upp á Bangsafisk eins og við höfum oft gert,“ sagði Guðmundur í skeyti sem fylgdi þessum skemmtilegu myndum sem hann sendi Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.