Fjölmenn ganga í fallegu veðri

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi var haldin um síðustu helgi. Einmuna veðurblíða var í Skagafirði á föstudaginn og nýttu fjölmargir sér góða veðrið til að taka þátt í Jónsmessugöngu sem er fastur liður í Jónsmessuhátíðinni.

Gengið var frá Bæ á Höfðaströnd í Hofsós og sá Haukur Björnsson um leiðsögnina í Bæjarlandi en þá tók Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir við. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheveing frá Hvammstanga í göngunni og sendi Feyki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir