Fallegur föstudagur á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Blönduósi um sl. helgi. Mótið þótti vel heppnað í alla staði - skipulag og aðstaða til fyrirmyndar, veðrið lék við mótsgesti og allir skemmtu sér vel.

Blaðamaður Feykis var á ferðinni á föstudeginum þegar mótsgestir voru að streyma inn í bæinn og leikar að hefjast. Keppt var í boccia í íþróttahúsinu og í skotfimi á mótssvæði skotfélagsins Markviss á föstudeginum. Á meðan sleiktu aðrir gestir, áhorfendur og bæjarbúar sólina og var mikið líf og fjör í bænum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir