Dulmagnað vetrarveður í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
16.01.2016
kl. 11.58
Einstaklega fallegt og dulmagnað veður var í Skagafirði sl. fimmtudag. Fjörðurinn var sveipaður frostþoku mestallan daginn en inn á milli létti til og þá skein vetursólin yfir fagurt landslagið sem var hulið nýföllnum snjó.
Nístingskuldi var þennan dag en frost á Alexandersflugvelli fór upp í -21,6°C kl. 18, samkvæmt upplýsingum á veður.is.
Meðfylgjandi myndir tók Inga Katrín Magnúsdóttir á Glaumbæ síðastliðinn fimmtudag.
Feykir hvetur lesendur til að senda myndir flottar myndir, sem teknar eru af ýmsu tilefni, til birtingar. Hægt er að senda þær á netfangið feykir@feykir.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.