1000 telpur á takkaskóm á Landsbankamótinu á Króknum
Landsbankamót Tindastóls fór fram um helgina á Sauðárkróksvelli en þar börðust og glöddust þúsund stelpur í fótbolta við hin bestu skilyrði. Veðrið lék við keppendur og gesti og stemningin alveg frábær.
Það eru stelpur í 6. og 7. flokki sem eigast við á mótinu og einnig fengu krakkar í 8. flokki að eigast við. Landsbankamótið á Króknum hefur aldrei verið stærra en nú því eins og segir voru um 1000 keppendur og má því fastlega búast við að um 3000-4000 gestir hafi látið sjá sig.
Mótið fór vel fram og skipulagning til fyrirmyndar en mótsstjóri var Ingvi Hrannar Ómarsson. Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Feykis tók undir lok móts á sunnudeginum.
P.S. Beðist er velvirðingar á því hversu stórar myndirnar eru – þær verða kannski minnkaðar ef færi gefst ;)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.