Yngvi formaður hjólreiðaklúbbsins Drangeyjar
Hjólreiðafélagið Drangey hélt stofnfund sinn í Húsi frítímans á Sauðárkróki þann 10. maí sl. en klúbburinn mun starfa undir verndarvæng siglingaklúbbsins Drangeyjar og fær nafn sitt þaðan. Klúbburinn er ætlaður fyrir alla sem áhuga hafa á að hjóla hvort heldur sem er í keppnum eða ekki.
„Þetta er ekki bara fyrir þá sem mæta í spandexgalla. Það eru margir sem hjóla og hafa áhuga á að hjóla,“ segir Pétur Ingi Björnsson stjórnarmaður sem hvetur fólk til að vera með á Landsmótinu en þar mun klúbburinn láta til sín taka.
Um 30 manns hafa skráð sig í klúbbinn og stóð til að fara í fyrsta hjólatúrinn í gær. Honum var hins vegar frestað um viku en þriðjudaginn 22. maí verður hins vegar lagt upp frá Safnahúsinu í fyrsta túrinn. Auk Péturs eru í stjórn Rafnkell Jónsson, Hallbjörn Björnsson gjaldkeri og Yngvi Yngvason formaður. Að sögn þeirra Péturs Inga Björnssonar og Yngva Yngvasonar er klúbburinn formlega orðinn meðlimur í Hjólreiðasambandi Íslands, HRÍ.
Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt og fylgjast með á Facebooksíðu klúbbsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.