Úrslit Opna Steinullarmótsins

Laugardagur um verslunarmannahelgi er augljóslega topp dagur til þess að taka þátt í golfmóti, en þann 4. ágúst síðastliðinn var Opna Steinullarmótið haldið á Hlíðarendavelli. Mótið var það fjölmennasta í sumar alls voru 49 þátttakendur skráðir til leiks.

Veðrið var frábært og völlurinn gæti vart verið betri. Steinull fær þakkir fyrir og voru veitt verðlaun í þremur flokkum, 1.-3. sæti í karla og kvennaflokki fyrir punkta án forgjafar og 1.-6. sæti í einum opnum flokki með forgjöf.

Úrslit voru eftirfarandi:

Kvennaflokkur án forgjafar.

  1. Árný Lilja Árnadóttir 24 punktar.
  2. Dagbjört Hermundardóttir 20 punktar (eftir sigur við Telmu Ösp í bráðabana)
  3. Telma Ösp Einarsdóttir 20 punktar.

Karlaflokkur án forgjafar

  1. Bergur Rúnar Björnsson 33 punktar
  2. Arnar Geir Hjartarson 31 punktur
  3. Hákon Ingi Rafnsson 29 punktar (eftir sigur á Brynjari Erni í bráðabana)

Opinn flokkur

  1. Dagný María Sigmarsdóttir 39 punktar
  2. Magnús Gunnar Gunnarsson 38 punktar
  3. Svanborg Guðjónsdóttir 38 punktar
  4. Adolf Hjörvar Berndsen 38 punktar
  5. Telma Ösp Einarsdóttir 37 punktar
  6. Andri Þór Árnason 37 punktar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir