Tindastóll og Haukar drógust saman í undanúrslitum Maltbikarsins

Dregið var í fjögurra liða úrslit í Maltbikarnum í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Þangað hafði fulltrúum liðanna sem sæti eiga í undanúrslitum hjá körlum og konum verið boðaðir, sem og fjölmiðlar. Bestu lið Domino´s deildarinnar, Haukar og Tindastóll, drógust saman annars vegar og KR og 1. deildarlið Breiðabliks hins vegar í karlaflokki.

Karlaleikirnir fara fram miðvikudaginn 10. janúar kl. 17:00 og 20:15 en kvennaleikirnir daginn eftir, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og 20:15. Í kvennaflokki mætast Keflavík og Snæfell og Skallagrímur og Njarðvík.  Allir sex leikirnir sem eftir eru í keppninni verða sýndir beint á RÚV og RÚV2.

Formanni körfuboltadeildar Tindastóls leist vel á dráttinn þegar Feykir hafði samband við hann í hádeginu. „Tvö gríðarlega sterk lið og má búast við hörkuleik eins og alltaf á milli þessara liða. Eitthvað segir mér að á þessum leik verði Laugardalshöllin stútfull,“ segir Stefán og væntanlega er mikil sannleiksspá í orðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir