Stelpurnar í Tindastól á toppnum

Tindastóll hefur góðu liði á að skipa og það hafa stelpurnar sýnt í fyrstu tveimur leikjum sínum. Mynd af stuðningsmannasíðu Tindastóls.
Tindastóll hefur góðu liði á að skipa og það hafa stelpurnar sýnt í fyrstu tveimur leikjum sínum. Mynd af stuðningsmannasíðu Tindastóls.

Stólastúlkur gerðu góða ferð á Húsavík í gær er þær áttust við Völsung í 2. deild kvenna í fótbolta. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik sýndu þær hvert stefnan er tekin og eftir mikla baráttu skoruðu þær tvö mörk og tóku stigin þrjú með sér á Krókinn.

Með sigrinum tylltu þær sér á toppinn með 6 stig eftir tvo sigra en næstar koma stelpurnar í Gróttu með 4 stig, Agnablik og Völsungur með 3 og Álftanes með 1 en Fjarðab/Höttur/Leiknir, Hvíti riddarinn og Einherji eru án stiga.

Það var Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark heimastúlkna á markamínútunni í fyrri hálfleik eða á þeirri 43. en Guðrún Jenný Ágústsdóttir setti boltann tvisvar í netið með stuttu millibili fyrir Stólana, það fyrra á 59.mínútu og það seinna á þeirri 65. Vel gert og áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir