Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi um helgina
Smábæjarleikarnir í knattspyrnu verða háðir á Blönduósi um nú um helgina. Á Smábæjarleikjum keppa knattspyrnulið yngri aldursflokka, bæði stúlkna og drengja, frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum af landinu. Því má reikna með að það verði líf og fjör á Blönduósi um helgina en búist er við um 400 þátttakendum og um 300 aðstandendum þeirra á leikana. Það er Knattspyrnudeild Hvatar sem stendur fyrir mótinu en þetta er í fimmtánda sinn sem það er haldið. Um 70-80 sjálfboðaliðar verða að störfum á mótinu.
Leikarnir verða settir á laugardagsmorgun, 16. júní, klukkan 8:15 á íþróttavellinum og hálftíma síðar hefst mótið. Kvöldskemmtun verður í íþróttahúsinu á laugardagskvöld og hefst hún klukkan 20:00 en þar mun Emmsé Gauti skemmta keppendum og öðrum gestum og eru allir velkomnir.
Helstu styrktaraðilar Smábæjarleikanna eru Arion banki, SAH Afurðir og Kjarnafæði.
Opnunartími sundlaugarinnar á Blönduósi breytist um helgina vegna Smábæjarleikanna og verður hún opin frá klukkan 8:00-20:00 laugardag og sunnudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.