Skotfélagið Markviss fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Mynd: Róbert Daníel Jónsson
Mynd: Róbert Daníel Jónsson

Skotfélaginu Markviss í Austur-Húnavatnssýslu var í gær veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Afhendingin fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.

Fyrir afhendinguna var boðið upp á sýningu á keppnisbúnaði félagsmanna, verðlaunagripum og fleiru sem tengist starfi félagsins. Þá gátu gestir og gangandi fræðst um starfsemi félagsins og hvað er á döfinni á næstu árum.

Fulltrúi ÍSÍ, Viðar Sigurjónsson, afhenti svo Snjólaugu Maríu Jónsdóttur formanni félagsins viðurkenninguna, en félagið er fyrsta aðildarfélag USAH sem hlýtur þessa viðurkenningu. Fleiri myndir frá afhendingunni má sjá á fésbókarsíðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.

Fyrirmyndarfélag er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ, miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild. Nánar má lesa um fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir