Skin og skúrir á Landsbankamótinu

Tindastólsstúlkur gera sig klárar fyrir upphitun.  MYND: ÓAB
Tindastólsstúlkur gera sig klárar fyrir upphitun. MYND: ÓAB

Landsbankamótið fór fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki um liðna helgi og þar voru það stúlkur í 6. flokki sem spreyttu sig fótboltasviðinu. Um 80 lið voru skráð til leiks frá fjölmörgum félögum og er óhætt að fullyrða að hart hafi verið barist þó brosin hafi verið í fyrirrúmi.

Ágætis veður var á Króknum um helgina þó nokkuð hafi rignt seinni part laugardags þá var stillt og fallegt veður á föstudags- og laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni brast á með brakandi blíðu; stilltu veðri, glampandi sól og allt að 20 stiga hita.

Ljósmyndari Feykis valdi sér einmitt þann tími til að smella nokkrum myndum af stelpunum og hér að neðan eru nokkrar myndanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir