Snjólaug María Íslandsmeistari
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
16.08.2017
kl. 11.07
Snjólaug María Jónsdóttir, félagi í Skotfélaginu Markviss, endurheimti um síðustu helgi Íslandsmeistaratitil kvenna í Skeet á Íslandsmeistaramóti sem fram fór á skotíþróttasvæti Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn. Snjólaug er handhafi beggja Íslandsmeistaratitlanna í haglagreinum þetta árið en fyrr í sumar vann hún titilinn í Nordisk Trap þar sem hún setti jafnframt Íslandsmet. Er þetta í fyrsta sinn sem sami handhafi er að titlum í báðum greinum. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Snjólaugu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.