Rúnar Már meistari meistaranna í Kasakstan
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.03.2020
kl. 13.42
Króksarinn og landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er aftur kominn á ferðina með liði Astana eftir ævintýri í Evrópu-deildinni fyrir síðustu áramót. Um síðustu helgi mættust lið Astana, sem varð landsmestiari á síðasta tímabili, og Kaisar Kyzylorda, sem varð bikarmeistari, í leik meistara meistaranna sem er upphafsleikur nýs knattspyrnutímabils í Kasakstan.
Lið Rúnars hafði betur, 1-0, og varð því meistari meistaranna, en að sjálfsögðu lagði Rúnar Már upp sigurmarkið. Kappinn sendi boltann úr aukaspyrnu beint á ennið á Sotiriou sem lúrði við fjærstöngina og skallaði óáreittur í mark KK á 40. mínútu leiksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.