Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.

Á fésbókarsíðu ungmennafélagsins Molduxa segir að hið árlega Molduxamót, í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 12. maí 2018 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).

Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:

Karlar 40+ ára

Karlar 30+ ára

Kvennaflokkur

Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim komið fyrir í liðum eða liði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Val Valssyni í síma 861 9802 eða í netfanginu: valurvalsson@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir