Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss
Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Á Sunnlenska.is segir að Perla hafi skorað um 150 mörk á árinu og var valin nokkrum sinnum í æfingahóp A-landsliðsins á árinu og lék þrjá fyrstu landsleiki sína í nóvember, var alltaf í byrjunarliði og skoraði 10 mörk.
Perla sem er frá Eyjanesi í Hrútafirði, dóttir Sigrúnar Elísabethar Arnardóttur og Alberts Jónsonar (Bibba), er íþróttagarpur næsta Feykis en þar kemur fram að þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu í handboltanum hefur hún einungis æft handbolta í fjögur ár.
Sjá nánar um verðlaunahátíð UMF Selfoss á Sunnlenska.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.