Nóg að gera hjá 3. flokki kvenna

Boltinn er farinn að rúlla á sparkvöllum landsins og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að keppa á Íslandsmótinu eru á fullu að undirbúa sig í þá keppni. Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar léku æfingaleik við KA í gær á Sauðárkróki.

Jafnræði var með liðunum lengi vel og skiptust þau á að sækja. Martækifæri á báða bóga en ólukka var með heimastúlkum sem fengu á sig þrjú mörk áður en leikurinn var flautaður af og enginn bolti rataði í net andstæðinganna.

Guðni Þór Einarsson, þjálfari stúlknanna var þokkalega ánægður með leikinn og sagði margt jákvætt sem hægt væri að taka inn í næstu leiki. Stúlkurnar hafa æft af kappi í vetur enda stórt sumar framundan. Auk þess að leika á Íslandsmótinu stefna þær á æfingaferð til Hollands og hafa þær verið iðnar við að safna í ferðasjóð. Þessa vikuna ganga þær í hús og selja SÁÁ álfinn en einnig standa þær við verslanir og bjóða gestum og gangandi þá til kaups.

Með fylgjandi myndir eru frá leiknum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir