María skíðaði vel í Austurríki
María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, náði 6. sætinu í svigi í Turnau í Austurríki, sunnudaginn 13. janúar sl. Alls voru 33 þátttakendur í mótinu og hlaut María 49.40 FIS stig fyrir árangurinn, sem er hennar besti árangur á ferlinum.
Á heimasíðu Skíðasambandsins segir að María hafi með árangrinum bætt sig mikið á heimslistanum og fer úr 73.21 í 55.15 FIS stig.
Úrslit mótsins má sjá HÉR
Félagar Maríu í Landsliði SKÍ, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sturla Snær Snorrason, voru einnig að gera góða hluti í alþjóðlegum FIS mótum erlendis. Hólmfríður Dóra náði 9. sæti í stórsvigi í Kläppen í Svíþjóð, sl. sunnudag en alls voru 98 þátttakendur í mótinu. Hólmfríður hlaut 55.59 FIS stig fyrir árangurinn og bætir sig á heimslista úr 54.45 í 52.24 FIS stigum.
Sturla Snær náði 10. sæti í svigi í Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi, laugardaginn 12. janúar. Alls voru 64 þátttakendur í mótinu og hlaut Sturla 32.87 FIS stig fyrir árangurinn, en hann er með 29.13 FIS stig á lista í svigi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.