María Finnboga á heimsmeistaramót í alpagreinum
María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, verður meðal keppenda Skíðasambands Íslands á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17. febrúar nk. Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.
Á heimasíðu Skíðasambandsins kemur fram að valið hafi verið í liðið eftir áður útgefinni valreglu en keppendur eru eftirtaldir:
Konur
Andrea Björk Birkisdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
María Finnbogadóttir
Karlar
Gísli Rafn Guðmundsson
Kristinn Logi Auðunsson
Sigurður Hauksson
Sturla Snær Snorrason
Nánari upplýsingar má finna á ski.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.