Magnaður sigur í Grindavík í kvöld
Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu stórsigur á liði Grindavíkur suður með sjó en lokatölur voru 114-83. Staðan í einvígi liðanna er því 2-0 fyrir Tindastól en þriðji leikur liðanna verður í Síkinu á föstudaginn og þá gefst Stólunum færi á að klára rimmuna.
Hester var feykiöflugur í kvöld og var stigahæstur með 28 stig og fína nýtingu. Í viðtali við mbl.is segir hann hreinlega allt hafa gengið upp í kvöld. „Allt saman. Það var ekkert sem gekk ekki upp. Okkur leið mjög vel á vellinum og þetta var glæsilegur sigur liðsheildarinnar. Þjálfarinn settist með okkur eftir fyrsta leikinn og talaði um smáatriði sem við þurftum að laga í vörn, sókn og sem liðsheild. Það sést að það virkaði í dag. Þjálfarinn sagði okkur nákvæmlega hvað við gátum bætt og við gerðum það."
Spurður út í leikinn á föstudag sagði Hester: „Við ætlum ekki að breyta neinu, við verðum bara að halda áfram að gera það sem við gerum best. Ef við verðum eins tilbúnir og í kvöld í bæði vörn og sókn er ég bjartsýnn. Við vitum að að þeir eru með eitt besta liðið í deildinni og þeir munu selja sig dýrt. Við gera það sama á móti. Allir vilja klára seríur 3:0, en við reynum að sleppa því að hugsa um það. Við tökum einn dag í einu, förum heim og jöfnum okkur eftir þennan leik. Síðan gerum við okkur klára fyrir föstudaginn.“
Nánar verður sagt frá leiknum á Feykir.is á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.