Magnaður sigur í Grindavík í kvöld

Hester með skutlu – löglega. MYND: HJALTI ÁRNA
Hester með skutlu – löglega. MYND: HJALTI ÁRNA

Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu stórsigur á liði Grindavíkur suður með sjó en lokatölur voru 114-83. Staðan í einvígi liðanna er því 2-0 fyrir Tindastól en þriðji leikur liðanna verður í Síkinu á föstudaginn og þá gefst Stólunum færi á að klára rimmuna.

Hester var feykiöflugur í kvöld og var stigahæstur með 28 stig og fína nýtingu. Í viðtali við mbl.is segir hann hreinlega allt hafa gengið upp í kvöld. „Allt sam­an. Það var ekk­ert sem gekk ekki upp. Okk­ur leið mjög vel á vell­in­um og þetta var glæsi­leg­ur sig­ur liðsheild­ar­inn­ar. Þjálf­ar­inn sett­ist með okk­ur eft­ir fyrsta leik­inn og talaði um smá­atriði sem við þurft­um að laga í vörn, sókn og sem liðsheild. Það sést að það virkaði í dag. Þjálf­ar­inn sagði okk­ur ná­kvæm­lega hvað við gát­um bætt og við gerðum það."

Spurður út í leikinn á föstudag sagði Hester: „Við ætl­um ekki að breyta neinu, við verðum bara að halda áfram að gera það sem við ger­um best. Ef við verðum eins til­bún­ir og í kvöld í bæði vörn og sókn er ég bjart­sýnn. Við vit­um að að þeir eru með eitt besta liðið í deild­inni og þeir munu selja sig dýrt. Við gera það sama á móti. All­ir vilja klára serí­ur 3:0, en við reyn­um að sleppa því að hugsa um það. Við tök­um einn dag í einu, för­um heim og jöfn­um okk­ur eft­ir þenn­an leik. Síðan ger­um við okk­ur klára fyr­ir föstu­dag­inn.“

Nánar verður sagt frá leiknum á Feykir.is á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir